Kínverska fyrirtækið Da-Jiang Innovations (DJI), sem er einn stærsti framleiðandi dróna í heiminum. Tekjur fyrirtækisins námu 500 milljónum dollara í fyrra eða um 70 milljörðum króna. Það voru fjórum sinni hærri tekjur en fyrirtækið hafði árið 2013.

DJI framleiðir dróna fyrir almennan markað. Þetta eru mestmegnis litlar þyrlur sem fólk festir gjarnan myndavélar við. Nú greinir vefsíðan theverge.com, sem sérhæfir sig í tæknifréttum, frá því að reiknað sé með því að tekjur DIJ muni tvöfaldast á þessu ári. Búist sé við því að DJI verði með einn milljarð dollara í tekjur á árinu 2015 eða um 140 milljarða króna.

DIJ var stofnað árið 2006 og er með höfuðstöðvar í Shenzhen í Kína. Fyrirtækið er líka með skrifstofur víða um heim eins og í Hong Kong, Kobe og Tokíó í Japan, Los Angeles í Bandaríkjunum og Rotterdam í Hollandi. Alls starfa um 2.800 manns hjá Da-Jiang Innovations.