Af 300 stærstu fyrirtækjum landsins gera 37 upp í erlendri mynt. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag og lét Magnús Orri Schram þingmaður Samfylkingarinnar taka tölurnar saman fyrir sig. Af þessum 37 fyrirtæki eru 11 sjávarútvegsfyrirtæki. Er velta fyrirtækjanna, frá því þau tóku upp evru, 1.635 milljarðar króna.

Magnús Orri segir við Fréttablaðið að á sama tíma og sjávarútvegsfyrirtæki njóti kosta við uppgjör í erlendri mynt berjist samtök þeirra gegn upptöku evrunnar hér á landi. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir evruna komna inn bakdyramegin sem annar gjaldmiðill þjóðarinnar.