Margt bendir til þess að bandaríska fjárfestingafélagið Yuacaipa muni kjósa að eiga áfram verulegan hlut í Eimskip eftir að til fyrirhugaðrar skráningar félagsins kemur í haust. Eigandi Yuacaipa, milljarðamæringurinn Ronald Burkle og einn stjórnenda þess, Richard D’Abo, sitja í stjórn Eimskips og hafa tekið virkan þátt í stjórnun félagsins.

Þeir hafa því oft komið Íslands. Haft er fyrir satt að báðir en þó ekki síst Richard D’Abo, sem heldur um eignir Yuacaipa á Íslandi, séu orðnir það sem menn kalla Íslandsvinir og að hluta til sé það ástæða þess að The Yucaipa vilji áfram vera stór hluthafi í Eimskipi.

Heyrst hefur að D’Abo hafi brugðið sér á Þjóðhátíð í Eyjum eitt sumarið þegar hún féll saman við boðaðan stjórnarfund í Eimskipi. Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, er eins og kunnugt er úr Eyjum, en ekki skal fullyrt hvort það hafi haft áhrif á skemmtanaval Richard D’Abo.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.