Stáliðnaðurinn í Bretlandi varð fyrir miklu áfalli fyrir skemmstu þegar indverska samsteypan Tata lýsti því yfir að félagið hyggst hætta með starfsemi sína í landinu.

Stjórn fyrirtækisins tók þessa ákvörðun í kjölfarið af því að ekki náðust samningar um áætlanir um að snúa við rekstri félagsins.

Framtíð starfseminnar og þeirra fjlölmörgu starfsmanna sem starfa fyrir félagið er nú í uppnámi en Tata leitar nú að kaupendum að starfseminni.

Ákvörðun Tata hefur sett mikla pressu á bresk stjórnvöld en þess er krafist af almenningi að þau komi iðnaðinum til bjargar.