Seðlabanki Íslands vekur athygli á villandi framsetningu á greiðslubyrði og eftirstöðvum verðtryggðra og óverðtryggðra fasteignalána.

Í umsögn Seðlabankans kemur fram að ferlarnir á myndum í greinargerð með frumvarpinu séu „afar villandi vegna þess að fjárhæðir eru ekki sambærilegar milli ára.“ Telur Seðlabankinn rétt að setja samanburð eins og þennan þar sem sýnt er greiðsluflæði yfir langan tíma á föstu verðlagi.

Einnig er bætt við að „Annars þarf að fylgja forsenda um þróun launa til að fá mat greiðslubyrði og þróun fasteignaveðs ef tilgangurinn er að meta eignamyndun.“

Seðlabankinn tekur þó einnig fram í umsögninni að aðgerðirnar snúi fyrst og fremst að tekjuskiptingu, því taki hann ekki afstöðu til málsins.