Robert Tchenguiz, stórfjárfestir í Bretlandi og stjórnarmaður í Existu, telur stór tækifæri fram undan fyrir félög með mikið lausafé. Hann segir lausafjárkrísuna að stórum hluta stjórnmálalegt vandamál.

„Kaupþing er frábær samstarfsaðili, bæði sem meðfjárfestir og þjónustuaðili,“ segir Robert Tchenguiz, stórfjárfestir og forstjóri breska eignarhaldsfélagsins R20.

Hann stofnaði félagið árið 2002, en var áður forstjóri Rotch Property Group, eins stærsta fasteignafélags Bretlands. R20 á hagsmuna að gæta í um 600 fyrirtækjum og fjárfestir aðallega á fasteigna-, fjármála- og smásölumarkaði.

Félagið er til húsa í vesturhluta London, en viðmælandinn hefur búið í London frá 1981.

Tchenguiz hefur verið viðskiptavinur Kaupþings frá því bankinn hóf fyrst starfsemi í Bretlandi. Hann er ánægður með samstarf sitt við íslensk fyrirtæki og segir að þeir Íslendingar sem hann hafi unnið með eigi það sammerkt að vera djarfir og heiðarlegir.

Viðskiptablaðið náði tali af Robert Tchengiuz og spurði hann um samstarf hans við íslensk fyrirtæki, nýlega sölu á Somerfield og hvernig hann upplifði núverandi markaðsaðstæður. Robert er nú á sínu öðru ári í stjórn Existu og er stór viðskiptavinur Kaupþings í Bretlandi.

_____________________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .