Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir að vín verði selt í öllum dagvöruverslunum fyrirtækisins verði frumvarp um frjálsa sölu áfengis samþykkt. Jón Björnsson, forstjóri Festa, segir félagið opið fyrir því að reka sérverslun með áfengi undir sömu kringumstæðum.

„Við höfum oft hugsað um þessi mál og höfum innan okkar vébanda fólk sem að kann á svona mál. Ég rak sjálfur verslun í sjö ár sem að seldi áfengi, þannig að ég þekki ágætlega til þess. Við höfum hjá okkur innkaupaaðila sem að kunna á þetta - en við höfum ekkert lagt í það að teikna upp einhverja búð,“ segir Jón.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Rætt er við framkvæmdastjóra 66°Norður um nýja sérverslun fyrirtækisins í Kaupmannahöfn.
  • Fjallað um fjárfestingar Höllu Sigrúnar Hjartardóttur, stjórnarformanns FME.
  • Robert Parker segist sjá mörg jákvæð merki í heimshagkerfinu en stóra spurningarmerkið sé Evrópa.
  • Forsvarsmaður Tónlistar.is segir að fyrirtækið muni bjóða upp á nýja þónustu til höfuðs streymisveitum.
  • Samkvæmt launakröfum lækna verða launin allt að 1.650 þúsund á mánuði.
  • Fyrsta stýrivaxtalækkun Seðlabankans í tvö ár.
  • Dósent í hagfræði segir kvótakerfið hafa fellt saman arðsemishagsmuni útgerða og vernd fiskistofna.
  • Deilur um olíu- og gasvinnslu úr leirsteini hafa valdið titringi í bandarískum stjórnmálum.
  • Óðinn fjallar fjallar um hrávörumarkað.
  • Jens Garðar Helgason, nýkjörinn formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, er í viðtali.
  • Uppáhaldsmaturinn sem Heiða Kristín Helgadóttir eldar er kalkúnn.
  • Ný útgáfa af Android-stýrikerfinu er farin að streyma út á netið.
  • Nærmynd af Ingu Birnu Ragnarsdóttur, sem nýlega tók við sem framkvæmdastjóri vefhönnunarfyrirtækisins  Kosmos & Kaos.
  • Huginn og Muninn verður á sínum stað ásamt Tý sem fjallar um skammtímahugsun í stjórnmálum.
  • Þá eru í blaðinu pistlar, myndir og margt, margt fleira.