Mörgum þykir gaman að lyfta sér upp og fá sér þá jafnvel í aðra tána, eða jafnvel báðar ef þannig er gállinn á þeim. Slík skemmtun getur hins vegar sett strik í reikninginn hjá þeim sem vilja hugsa um línurnar, því áfengir drykkir eru smekkfullir af hitaeiningum. Í þessari umfjöllun er horft framhjá öðrum neikvæðum áhrifum áfengisneyslu á heilsuna og gengið út frá því að lesendur séu meðvitaðir um þau.

Ef aðeins á að hugsa um hitaeininganeysluna verður að hafa í huga að vínandi er mjög hitaeiningaríkur, en þessar hitaeiningar eru óumflýjanlegar ætli fólk á annað borð að fá sér í glas. Í grunninn snýst þessi umfjöllun því um það hversu margar aukahitaeiningar fylgja með hverjum drykk. Ekki þarf að drekka marga stóra bjóra til að ná hátt upp í ráðlagðan dagskammt af hitaeiningum, ef svo má að orði komast.

Til að byrja með má nefna að í þremur sentilítrum af hreinum vínanda, eða einum einföldum, eru um 160 hitaeiningar. Venjulegt áfengi er hins vegar mun veikara og því eru ekki jafn margar hitaeiningar í hverjum sjúss af sterku víni.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .