Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar
Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar
© Aðsend mynd (AÐSEND)

„Nei nei, ég er í grundvallaratriðum á móti þessu vegna þess að ég vil ekki að þetta fari inn í stórmarkaði. En ég er lýðræðissinni og er í allsherjar- og menntamálanefnd og vil að þetta verði afgreitt úr nefndinni,“ segir Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, um áfengisfrumvarp Vilhjálms Árnasonar. „Ég hefði helst viljað fá þetta í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ bætir hann við.

Páll segir að undanfarna daga hafi sér og öðrum nefndarmönnum borist fjöldi áskorana um að afgreiða málið, einkum eftir að vefsíðan vinbudin.com var opnuð.