*

fimmtudagur, 4. júní 2020
Erlent 28. mars 2020 16:44

Áfengisframleiðendur yfir í sprittið

Áfengisframleiðendur í Bandaríkjunum hafa margir hverjir nýtt alkóhólbirgðir sínar til að hefja framleiðslu á handspritti.

Ritstjórn
Handspritt er eitt helsta tól alheimsbúa í baráttunni gegn kórónuveirunni.
epa

Áfengisframleiðendur í Bandaríkjunum hafa margir hverjir nýtt alkóhólbirgðir sínar til að hefja framleiðslu á handspritti, en salan á spritti hefur rokið upp úr öllu valdi þar sem hreinlæti er lykilatriði í baráttunni gegn kórónuveirunni. WSJ greinir frá þessu.

Áfengisframleiðandinn Eight Oaks hefur m.a. ákveðið að hætta tímabundið að framleiða viskí og vodka til að einbeita sér að framleiðslu á spritti.

„Við búum þegar yfir öllu sem þarf til að framleiða handspritt; framleiðslutólum, þekkingu og mannafla. Nú ætlum við að hella okkur út í þessa vinnu og stefnum á að dæla handspritti út sem first," segir Chad Butters, forstjóri Eight Oaks.

Stikkorð: áfengi Handspritt Eight Oaks