Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram á ný á haustþingi frumvarp um breytingar á áfengislögum. Samkvæmt frumvarpi Vilhjálms verður áfengissala gefin frjáls. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Vilhjálmur á von á að frumvarpið verði í meginatriðum lagt fram óbreytt. Hann segir nýja skýrslu frá Clever Data, þar sem því er haldið fram að taprekstur sé á áfengissölu ÁTVR, afsanna allar hrakspárnar. Vilhjálmur telur að ef frumvarpið verði að lögum væri hægt að sinna þeim sem ættu við áfengisvanda að stríða betur þar sem fimm prósent áfengisgjalds, í stað eins prósents núna, renni í lýðheilsusjóð.