Miðað er við að ýmis gjöld sem ríkið innheimtir hækki um 2,5% á næsta ári. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2022.

Gjöldin munu þó ekki hækka meira en 2,5% í samræmi við verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands þrátt fyrir áætlaða 4,7% verðbólgu á þessu ári. Dæmi um gjöld sem taka til hækkunarinnar eru áfengis- og tóbaksgjöld, kolefnisgjöld, bifreiða- og kílómetragjöld, bensíngjöld, olíugjöld og útvarpsgjöld. Gjald til Framkvæmdastjóð aldraðra hækkar einnig um 2,5%. Jafnframt er áætluð 0,5% hækkun sóknargjalda.

Í fjárlagafrumvarpinu er áætlað að verðlagsuppfærslan skili ríkissjóði 1,9 milljörðum króna í tekjur árið 2022.