Tíðni andláta í Rússlandi er rakinn til of mikillar neyslu áfengis, einkum Vodka. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar sem BBC greinir frá .

Rannsóknin birtist upphaflega í tímaritinu Lancet. Samkvæmt niðurstöðum hennar deyja 25% rússneskra karlmanna áður en þeir ná 55 ára aldri og flest dauðsföllin má rekja til áfengisneyslu. Í Bretlandi deyr 7% karlmanna áður en þeir ná 55 ára aldri.

Ástæður þess að fólk deyr eru yfirleitt lifrasjúkdómar eða áfengiseitrun. Margir deyja líka eftir að hafa lent í slysum eða eftir að hafa lent í slagsmálum.