Áfengisframleiðandinn Constellation Brands sem meðal annars á vörumerkið Corona, hefur keypti 9,9% hlut í kanadíska fyrirtækinu Canopy Growth Corp, sem framleiðir kannabis í lækningaskyni. Hluturinn kostaði 191 milljón dollara, sem samsvarar 20 milljörðum íslenskra króna. Canopy er skráð á markað í Kauphöllinni í Toronto undir skammstöfuninni WEED.

Constellation hefur þar með fært sig á kannabismarkaðinn. Lögleiðin kannabis í Kanada og nokkrum ríkjum Bandaríkjanna hefur opnað á umtalsverð fjárfestingatækifæri að því er fram kemur í frétt Chicago Tribune .

Constellation gaf út að fyrirtækið hyggist ekki hefja sölu eða dreifingu á kannabis í Bandaríkjunum fyrr en það verði gert löglegt um öll Bandaríkin, en Bandaríska alríkisstjórnin bannar enn sölu og neyslu kannabis. Rob Sands, forstjóri Constellation sagði, að fremur væri verið að horfa tækifæri fólgin í vaxandi markaði.