Samdráttur í sölu á sterku víni var 8% á árinu 2011 samanborið við árið áður og seldust 243 áfengislítrar af sterku víni samanborið við 265 lítra árið 2010. Samdráttur í sölu áfengis í áfengislítrum talið nemur 2,7% á árinu 2011. Sala á rauðvíni stendur í stað milli ára og sala á hvítvíni jókst um 2% á árinu 2011. 4% samdráttur varð í sölu bjórs í áfengislítrum talið á árinu 2011.

Athygli vekur að Vínbúðin skilar sölutölum fyrir janúar til desember annan virka dag nýs árs, sem er til fyrirmyndar.