Þó nokkur aukning varð á sölu á áfengum drykkjum í síðastliðnum Vínbúðunum marsmánuði, samanborið við sama tímabil í fyrra. Alls seldust ríflega 1.900 þúsund lítrar í síðastliðnum mars, en árið áður nam salan í mars 1.761 þúsund lítrum. Alls nemur söluaukningin 8,2% á milli ára. Morgunblaðið greinir frá þessu.

Salan ku hafa aukist er leið á mánuðinn og sumar vikur hafi salan 20% meiri en í hefðbundinni viku.

Þegar litið er til fyrstu þriggja mánuði ársins 2020 nemur aukningin í sölu 7,9% frá sama tímabili í fyrra. Á fyrsta ársfjórðungi seldu Vínbúðirnar tæplega fimm milljónir lítra af áfengum drykkjum.