Áfengissjúklingar fá borgaðan bjór fyrir að þrífa göturnar í Amsterdam. Hollenska ríkið tekur þátt í að fjármagna verkefnið. Skipuleggjendur þess telja að önnur ríki ættu að tileinka sér sambærileg vinnubrögð og láta af „gamaldags pólitískri rétthugsun“.

Það er Rainbow Group sem sér um verkefnið. Rainbow Group er einkarekið fyrirtæki, fjármagnað af ríkinu, sem hefur það hlutverk að styðja við bakið á heimilislausum, eiturlyfjanotendum og alkahólistum.

Það er mjög erfitt að fá þetta fólk til að hætta alkahólsneyslunni algerlega. Við höfum reynt allt annað. Nú er þetta það eina sem virkar. Við gerum þá kannski ekki að betri mönnum, en við erum samt að bæta lífsgæði þeirra og þetta er betra fyrir umhverfið. Þeir eru að gefa eitthvað af sér til samfélagsins,“ segir Janet van de Noord sem stjórnar Rainbow Group.

Á vef BBC má lesa meira um málið.