Vöruskipti í Japan voru jákvæð í nóvember þar sem útflutningsverðmæti óx um 13,4% frá sama tíma í fyrra sem einkum má rekja til aukinnar erlendrar spurnar eftir bifreiðum og stáli. Jafnframt óx verðmæti innnfluttra vara um 28% frá fyrra ári sem er að flestu leyti vegna hærra olíuverðs á heimsmarkaði. Hagvöxtur í Bandaríkjunum og Kína - sem eru tvö helstu viðskiptalönd Japans ? hefur verið þess valdandi að spurn eftir japönskum vörum og þjónustu hefur tiltölulega kröftug á síðastliðnum ársfjórðungum.

Í Hálffimm fréttum KB banka kemur fram að útflutningur hefur verið helsti drifkraftur hagvaxtar í Japan að undanförnu þar sem einkaneysla hefur verið dræm. Á 2. ársfjórðungi þessa árs óx verg landsframleiðsla um 0,2% frá fyrri ársfjórðungi og eru hagfræðingar um þessar mundir almennt bjartsýnir á að framhald viðlíka hagvexti á allra næstu misserum.