Afgangur varð af rekstri Akureyrarbæjar árið 2015, þrátt fyrir að rekstur Aðalsjóðs hafi verið afar þungur. Þetta kemur fram í ársreikningi bæjarfélagsins fyrir árið liðna. Áætlað hafði verið að heildarniðurstaða ársins yrði halli um 593 milljónir króna. Meginskýring þessa mikla munar er sú að hagnaður Norðurorku jókst til muna eftir sölu Þeistareykja ehf. til Landsvirkjunar.

Rekstur A-hluta samstæðunnar var rekinn í halla, en þó um 170 milljóna króna minni en búist var við. Þá hafði hann verið þungur sérstaklega vegna þess að kjarasamningsbundnar launahækkanir og hækkun lífeyrisskuldbindinga íþyngdi honum talsvert. Á móti kom lág verðbólga og hagstæð gengisþróun sem varð til að fjármagnskostnaður lækkaði umtalsvert.

Eignir sveitarfélagsins eru þá 41,7 milljarður króna í árslok 2015. Þar af eru skuldir sveitarfélagsins, lífeyrisskuldbindingar meðtaldar, 23,4 milljarðar króna. Bókfært eigið fé nam 18,3 milljörðum króna. Eiginfjárhlutfall sveitarfélagsins er því 44% af heildarfjármagni og hækkar um prósentustig milli ára.