Afgangur af viðskiptum við útlönd nam 23,1 milljarði króna á þriðja ársfjórðungi 2022. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum Seðlabankans sem birtar voru í morgun.

Þetta er 65,3 milljörðum króna betri niðurstaða en á öðrum ársfjórðungi.

Hins vegar er það 5,9 milljarði króna lakari niðurstaða en á þriðja fjórðungi 2021.

Halli á vöruskiptajöfnuði var 70,7 ma.kr. en 110,1 ma.kr. afgangur á þjónustujöfnuði.