Vöruskipti við útlönd voru 18,8 milljörðum krónum lakari á fyrstu átta mánuðum ársins en í fyrra, samkvæmt nýbirtum upplýsingum Hagstofunnar um vöruskipti. Afgangurinn nam 47 milljörðum króna samanborið við 66,5 milljarða í enda ágúst í fyrra og hefur jafn lítill afgangur af vöruskiptum ekki sést eftir hrun.

Verðmæti útfllutnings nam 413,3 milljörðum króna á sama tíma og verðmæti innflutnings nam 365,6 milljörðum króna. Afgangur af vöruskiptum við útlönd á þessu átta mánaða tímabili nam 47 milljörðum króna en var 66,5 milljarðar á fyrstu átta mánuðum síðasta árs.

Iðnaðarvörur námu 52,7% af öllum útflutningi en sjávarafturði 42,6%.