Ríflega 11 milljarða afgangur varð af vöruskiptum við útlönd í ágústmánuði samkvæmt frétt á vef Hagstofunnar. Þar segir að alls hafi verið fluttar út vörur fyrir 56,7 milljarða en innflutningur hafi numið 45,6 milljörðum.Til samanburðar var 7,3 milljarða króna afgangur af vöruskiptum í ágúst 2010 á sama gengi.

Á fyrstu átta mánuðum ársins var 65,9 milljarða afgangur af vöruskiptum samanborið við 74,3 milljarða á sama tímabili í fyrra á föstu gengi. Iðnaðarvörur voru stærsti útflutningsliðurinn á tímabilinu janúar til ágúst en þar næst komu sjávarafurðir.