Vöruskipti voru hagstæða um 7,6 milljarða króna í febrúar, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar . Gangi það eftir verður þetta minnsti afgangur af vöruskiptum sem sést hefur eftir hrun. Hann hefur hlaupið á 8,3 til 13,9 milljarða króna síðastliðin fjögur ár en var neikvæður um 12,6 milljarða í febrúar árið 2008. Þá var afgangur af vöruskiptum upp á rúma 11,5 milljarða í janúar síðastliðnum.

Samkvæmt bráðabirgðatölunum nam verðmæti vöruútflutnings 49,6 milljörðum króna en innflutnings tæpum 42 milljörðum.