Vöruskipti voru hagstæð um 4,4 milljarða króna í desember í fyrra, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar . Gangi þetta eftir verða þau sex milljörðum betri en í desember árið 2012.

Fram kemur á vef Hagstofunnar að í desember voru fluttar út vörur fyrir tæpa 45,7 milljarða króna og inn fyrir rúma 41,2 milljarða króna.

Ef þetta verður svo raunin þá mun afgangur af vöruskiptum við útlönd verða hagstæður um 69,4 milljarða króna á öllu síðasta ári. Það er 7,9 milljörðum minna en árið 2012.