Vöruskipti voru hagstæð um 4,9 milljarða króna í apríl, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar . Til samanburðar nam afgangurinn 9,2 milljörðum króna fyrir ári. Þrátt fyrir samdráttinn nam afgangur af vöruskiptum við útlönd 30,5 milljörðum króna sem er á svipuðu róli og síðustu fjögur ár á undan. Til samanburðar nam afgangurinn 27,7 milljörðum króna á fyrstu fjórum mánuðum síðasta árs, 32,3 milljörðum króna á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2011 og 38,3 milljörðum króna ári fyrr.

Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar segir að í apríl voru vörur fluttar út fyrir 51,5 milljarða króna og inn fyrir tæpa 46,7 milljarða. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins nam verðmæti vöruinnflutnings 207,8 milljörðum króna en innflutnings 177,3 milljörðum króna.