Alls varð um 7,6 milljarða króna afgangur af vöruskiptum við útlönd í aprílmánuði samkvæmt bráðabirgðatölum sem Hagstofan gaf út í morgun. Heildarverðmæti útflutnings var 43,6 milljarðar (fob) en verðmæti innflutnings var tæplega 36 milljarðar samkvæmt frétt á vef Hagstofunnar.

Útflutningur sjávarafurða nam um 17 milljörðum og iðnaðarvöru um 25 milljörðum. Mestur var innflutningur hrá- og rekstrarvöru, um 15,5 milljarðar og fjárfestingarvöru, um 7,3 milljarðar. Eldsneyti og smurolíur var flutt inn fyrir tæpa 2 milljarða króna.