Bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar hefur samþykkt fjárhagsáætlun fyrir árin 2016 til 2019.

Áætlunin gerir ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu A hluta um sem nemur 14,9 milljónum króna, en í fyrra var niðurstaðan neikvæð um sem nemur 333 milljónum króna. Rekstrarniðurstaða A og B hluta er samkævmt áætluninni jákvæð um rúmlega 360 milljón króna.

Skuldir og skuldbindingar í árslok 2016 eru áætlaðar 40,3 milljarðar króna en á árinu 2016 er áætlað að greiða niður eldri lán sem nema 600-800 milljónum króna. Fjárfestingar á árinu eru áætlaðar 925 milljónir króna og áætluð sala iðnaðarlóða mun skila um 200 milljónum

Almennt er gert ráð fyrir 4,5% vísitölubreytingum á gjaldskrá fyrir árið 2016. Þó mun dvalargjald í leikskóla haldast óbreytt. Fjárheimild vegna fræðslu- og uppeldismála hækkar um 644 milljónir króna á milli ára eða um 7%.

Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar segir að með þessari áætlun „er búið að ná tökum á undirliggjandi vanda í rekstri bæjarfélagsins.“ Rósa Guðbjartsdóttir formaður bæjarráðs segir einnig að það séu sett skýr markmið um niðurgreiðslu skulda.

,,Í þessari fjárhagsáætlun eru sett fram skýr markmið um niðurgreiðslu skulda og hagræðingu sem mun skila miklum umbótum á rekstri bæjarins. Þess vegna er afar mikilvægt að áætluninni sé fylgt í hvívetna. Hér er lagður grunnur að fjárhagslegri endurreisn sveitarfélagsins sem allir bæjarbúar munu síðar njóta góðs af,“