Ríkissjóður var rekinn með tæplega 113 milljarða króna hagnaði á árinu 2005, samkvæmt niðurstöðum ríkisreiknins, en árið áður nam afgangurinn tveimur milljörðum króna.

Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu segir að ástæðan fyrir aukningunni sé sala ríkisins á 98,8% hlut sínum í Landssíma Íslands til hóps fjárfesta, sem inniheldur fjárfestingafélagið Exista og Kauþing banka, fyirr um 67 milljarða króna.

"Að öðru leyti skýrist góð afkoma ríkissjóðs af þeirri uppsveiflu sem verið hefur í efnahagslífinu og aðhaldi í útgjöldum. Þannig hækkuðu tekjur ríkissjóðs um 55 milljarða króna en á sama tíma eru útgjöld hans nær óbreytt milli ára," segir í tilkynningunni.

Fjármálaráðuneytið segir að hvort sem litið er til afkomu ríkissjóðs á árinu 2005 með eða án söluhagnaðar af Landssímanum er hún jákvæðari en dæmi eru um áður.

Í tilkynningu ráðuneytisins segir að tekur námu 421 milljarði í fyrra, sem samsvarar um 42,3% af landsframleiðslunni. Ef tekjurnar eru bornar saman við árið 2004 og ekki tekið tillit til tekna vegna sölu Landssímans, þá var hlutafallið 36% af landsframleiðslu samanborið við 33%

Tekjur af sköttum á sölu vöru og þjónustu nema 165 milljörðum og aukast um 24 milljarða á milli ára, segir í tilkynningunni. Skattar á einstaklinga, fyrirtæki og fjármagnstekjur nema 132 milljörðum, samanborið við 102 milljarða árið áður. "Þar munar mestu um tólf milljarða hækkun tekjuskatts lögaðila, sem tvöfaldast á milli ára, og átta milljarða hækkun fjármagnstekjuskatts.

Gjöld ríkissjóðs námu 308 milljörðum árið 2005 og hækkuðu úr 300 milljónum frá árinu áður, segir fjármálaráðnuneytið. Sem hlutfall af landsframleiðslu nema þau 31%, en ef frá er talinn greiddur fjármagnstekjuskattur vegna sölu Landssímans nemur hlutfallið 30,3%. Á árinu 2004 var hlutfall gjalda af landsframleiðslu 32,8% og fer hlutfallið því lækkandi annað árið í röð.

Eins og áður eru útgjöld til heilbrigðismála veigamesti málaflokkurinn, en þau nema 77 milljörðum króna og aukast um 5,4% frá fyrra ári. Næst mest eru gjöld vegna almannatrygginga og velferðarmála, eða 70 milljarðar króna og hækka þau í heild um 1,8%. Elli- og örorkulífeyrisgreiðslur hækka hinsvegar um 4,7% en á móti því vegur að greiðslur atvinnuleysisbóta lækka og greiðslur vegna fæðingarorlofs, barnabóta og vaxtabóta standa í stað. Samtals vega þessir tveir málaflokkar rétt um helming af útgjöldum ríkissjóðs.

Gjöld vegna atvinnumála, en þar undir falla meðal annars framlög til samgöngu- og landbúnaðarmála, voru samtals um 44 milljarður króna og hækka um 4,5% milli ára. Aukningin skýrist af tæplega þriggja milljarða framlögum til landbúnaðar vegna ráðstöfunar á söluandvirði Lánasjóðs lanbúnaðarins en á móti vegur lækkun á framkvæmdum í samgöngumálum.

Gjöld vegna almennrar opinberrar þjónustu og löggæslu nema 52 milljörðum króna og hækka um 4,7%. Þá nema gjöld vegna mennta- og menningarmála 42 milljörðum króna og hækka um 7,5% sem er hlutfallslega mesta hækkunin milli ára. Mestu munar að gjöld háskóla hækka um tæpa tvö milljarða eða 13,9%. Ýmis óregluleg útgjöld nema um 19 milljörðum og lækka um fjóra milljarða eða 16,3%. Það skýrist af níu milljarða lækkun lífeyrisskuldbindinga, en á móti vegur fimm milljarða hækkun gjaldfærslu