Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndir Alþingis leggur til að frumvarp um skattlagningu söluhagnaðar verði samþykkt á Alþingi með fáeinum breytingum. Í frumvarpinu er lagt til að sambærileg regla verði tekin upp varðandi skattlagningu söluhagnaðar af hlutabréfum og skattlagningu arðs þegar hluthafinn uppfyllir viss skilyrði félagsforms. Frumvarpið gerir jafnframt ráð fyrir að sérstök frestunarheimild vegna þessa verði afnumin.