Innritun farþega og afgreiðsla flugs Icelandair til og frá Heathrow flugvellinum í London færist frá flugstöðvarbyggingu 1 (Terminal1) til flugstöðvarbyggingar 2 (Terminal 2) frá og með deginum í dag. Þessi breyting er gerð vegna þess að Icelandair hefur samið við afgreiðslufyrirtækið AFSL (Air France Services Ltd.) um þjónustu á flugvellinum í stað fyrirtækisins Swissport sem varð gjaldþrota og hætti fyrirvaralaust starfsemi aðfararnótt þriðjudags.

Öll aðstaða og þjónusta í flugstöðvarbyggingu 2 er með svipuðum hætti og í
byggingu 1 en fjölmörg stærstu flugfélög Evrópu, svo sem Lufthansa, Iberia
og TAP ásamt Air France eru með aðstöðu sína þar segir í tilkynningu frá Flugleiðum.