Rafbílaframleiðandinn Tesla afhendi í gær þúsundasta bílinn á Íslandi. Model 3 bíll Tesla var mest seldi bílinn á Íslandi árið 2020 en 858 slíkir bílar voru nýskráðir hérlendis í fyrra. Í ár hafa 61 Tesla bíll verið nýskráður, þar af 54 Model 3 bílar, samkvæmt vef Samgöngustofu.

Á síðasta ári opnaði Tesla hraðhleðslustöðvar við Staðarskála og í Fossvoginum en einnig er hraðhleðslustöð við bílaumboð Tesla á Krókhálsi. Fyrirtækið hyggst einnig fjölga hleðslustöðvum hérlendis í ár, að því er kemur fram í fréttatilkynningu. Á vefsíðu Tesla má sjá að áætlað er að opna hraðhleðslustöðvar á Hvolsvöllum, Kirkjubæjarklaustri, Höfn, Egilsstöðum og Akureyri.

Viðskiptablaðið sagði frá því á dögunum að verð Model 3 var hækkað um 2,8%-3,5%, en verðhækkanir voru ólíkar eftir útgáfum. Þetta var önnur verðhækkun á Model 3 hér á landi frá opnun útibúsins á Krókhálsi í september 2019.