Stefán H. Stefánsson fyrrverandi stjórnarformaður rekstrarfélags verðbréfasjóða Landsbankans, Landsvaka, sendi trúnaðarupplýsingar um viðskiptavini félagsins til stjórnanda bankans. Fjármálaeftirlitið telur að uppi sé rökstuddur grunur um að Stefán hafi brotið gegn 58. grein laga um fjármálafyrirtækið og meint brot flokkist sem meiriháttar. Hefur Fjármálaeftirlitið því vísað málinu til embættis sérstaks saksóknara.

Ákvæði laganna sem Stefán er talinn hafa brotið gegn fjallar um þagnarskyldu stjórnarmanna, framkvæmdastjóra, endurskoðenda og annarra starfsmanna um allt það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa síns og varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þess nema skylt sé að veita upplýsingarnar samkvæmt lögum.