*

laugardagur, 29. janúar 2022
Innlent 17. desember 2013 08:36

Afhentu norsku lögreglunni 11 brynvarða bíla

Norska lögreglan notar breytta bíla frá íslenska fyrirtækinu Arctic Trucks.

Ritstjórn
Bílarnir sem Arctic Trucks breyta eru engin smásmíði.
Gunnhildur Lind Photography

Íslenska fyrirtækið Arctic Trucks hefur afhent norsku lögreglunni ellefu brynvarða Toyota Land Cruiser-jeppa. Fyrirtækið sérhæfir sig í því að breyta Toyota bifreiðum. 

Herjólfur Guðbjartsson, framkvæmdastjóri viðskipta- og þróunarsviðs hjá Arctic Trucks, segir í samtali við Fréttablaðið að með þessu eigi lögreglan aðild að rammasamningi milli norska hersins og Arctic Trucks. 

Verðmæti þess rammasamnings nemur því sem samsvarar hátt í fimm milljörðum íslenskra króna og felur í sér að 200 til 300 bílum verður breytt fyrir herinn næstu tvö til þrjú ár.

Herjólfur segir að sérsveit norsku lögreglunnar muni nota þessa bíla í öllum umdæmum í Noregi.  

Stikkorð: Arctic Trucks