Samkvæmt nýjustu tölum fyrir landið allt mælist Samfylkingin með 6,6% fylgi og 4 þingmenn. Í síðustu Alþingiskosningum hlaut Samfylkingin 12,9% og 9 þingmenn. Árið 2009 hlaut Samfylkingin tæplega 30% atkvæða og 20 þingmenn.

Haft er eftir Oddnýju G. Harðardóttur, formanni Samfylkingarinnar, í frétt Ríkisútvarpsins að hún sé hætt að leita af skýringum á slæmu gengi flokksins og að hún telji niðurstöðuna vonbrigði.

Í síðustu skoðunarkönnunum fyrir mældist flokkurinn með fylgi á bilinu 6,5% til 7,5%. Því er fylgi flokksins miðað við fyrstu tölum jafnvel enn verr en kannanir gerðu ráð fyrir.