Hagnaður Actavis á 3. ársfjórðungi nam rúmlega 14 m.evra samanborið við tap að upphæð tæplega 7,9 m.evra á sama fjórðungi 2003 en þá átti sér stað sérstök niðurfærsla fastafjármuna sem nam tæplega 18,9 m.evra. Greiningardeild KB banka gerði ráð fyrir að hagnaður yrði tæplega 16,8 m.evra og er niðurstaðan því töluvert undir þeirra væntingum. Velta Actavis á fjórðungnum nam rúmum 105 m.evra sem er 37% vöxtur frá 2003. Greiningardeild gerði ráð 41% tekjuvexti á tímabilinu en innri vöxtur félagsins var einungis 5,8% sem er töluvert undir væntingum.

Uppgjör Actavis nú á 3. ársfjórðungi er undir okkar væntingum og svo virðist sem áætlanir félagsins sjálfs fyrir árið muni ekki nást, að minnsta kosti hvað varðar sölu eigin vörumerkja. Við teljum félagið áfram spennandi valkost en hins vegar áttum við von að reksturinn tæki betur við sér á 3. árfjórðingi en raun bar vitni og breytum við því vogunarráðgjöf okkar nú og færum félagið í markaðsvogun. Verðmat félagsins verður tekið til endurskoðunar í kjölfar uppgjörsins nú.