Rekstrarniðurstaða A-hluta á fyrri hluta ársins var neikvæð um 155,3 milljónir króna. Þetta er þó betri afkoma en spár bæjarins gerðu ráð fyrir. Þessi niðurstaða er líka betri en á sama tímabil í fyrra, þegar rekstrarniðurstaða A-hluta var neikvæð um 469 milljónir.

Tekjur bæjarfélagsins námu 8,2 milljörðum á fyrri hluta ársins, þar af voru skatttekjur rúmir 5 milljarðar. Allt árið í fyrra námu tekjur Akureyrar rúmum 15 milljörðum.

Rekstrargjöld voru rúmir 8,3 milljarðar - sem er 181,3 milljónum yfir áætlum. Þar af námu laun 5 milljörðum.

Samkvæmt sjóðsstreymi nam veltufé frá rekstri 422 milljónum króna.

Afborganir lána námu 311 milljónum króna. Engin ný langtímalán voru tekin á tímabilinu. Handbært fé var 1.575 milljónir króna.