Matvælafyrirtækið Bakkavör hagnaðist um 2,1 milljónir punda, jafnvirði 414 milljóna íslenskra króna, á síðasta ári. Þetta er verulegur bati á milli ára en Bakkavör tapaði 75 milljónum punda árið 2011. Á fjórða ársfjórðungi í fyrra tapaði félagið hins vegar 3,2 milljónum punda, jafnvirði jafnvirði 630 milljónum króna. Ári fyrr tapaði félagið 77,3 milljónum punda.

Í uppgöri Bakkavarar sem birt var í dag fyrir síðasta ár kemur fram að tekjur í fyrra námu tæpum 1,6 milljörðum punda sem er rétt rúmlega 20 milljónum punda meira en árið 2011. Þar af námu tekjur á fjórða ársfjórðungi námu 354 milljónum punda í fyrra samanborið við sem var 8% aukning á milli ára.

Rekstrarhagnaður Bakkavarar nam 56,8 milljónum punda í fyrra samanborið við 2,8 milljóna punda rekstrartap árið 2011. Á fjórða ársfjórðungi einum nam hagnaðurinn 13,5 milljónum punda. Á fjórða ársfjórðungi árið 2011 var rekstrartap upp á 51,6 milljónir punda.

Þá kemur fram í uppgjörinu að skuldir Bakkavarar lækkuðu um 27,5 milljónir punda og stóðu heildarskuldirnar í 563,9 milljónum punda um síðustu áramót. Skuldir félagsins lækkuðu m.a. vegna niðurgreiðslu þeirra og sölu á eignum, s.s. í Frakklandi og á Spáni. Við þetta lækkaði fjármagnskostnaður nokkuð, fór úr 64,9 milljónum punda í  61,1 milljón.

Uppgjör Bakkavarar