Bankar fóru fyrir hækkunum á mörkuðum Evrópu í dag. Helst veldur þar að afkoma Bank of America var betri en búist hafði verið við.

Svissneska lyfjafyrirtækið Roche lækkaði um 5% í dag og hafði það nokkuð neikvæð áhrif á FTSEurofirst 300 vísitöluna, sem hækkaði þó um 0,5% í dag.

Í Lundúnum hækkaði FTSE 100 vísitalan um 0,5%, í Amsterdam hækkaði AEX vísitalan um 1,1% og í Frankfurt hækkaði DAX vísitalan um 0.7%.

Í París hækkaði CAC 40 vísitalan um 0,6% og í Sviss hækkaði SMI vísitalan um 0,5%.

Í Kaupmannahöfn lækkaði OMXC vísitalan um 1,8%, í Stokkhólmi hækkaði OMXS vísitalan um 0,8% og í Noregi hækkaði OBX vísitalan um 2,1%.