Bear Stearns greindi frá því í gær að hagnaður bankans á þriðja ársfjórðungi hefði dregist saman um 61% frá því á sama tímabili í fyrra. Afkoma fjárfestingabankans - sem hefur átt í miklum vandræðum vegna undirmálslánakrísunnar - var langt undir spám greiningaraðila.

Hagnaður bankans á ársfjórðungnum nam 171,3 milljónum dala, eða 1,16 dölum á hlut, en að meðaltali gerðu spár greiningardeilda ráð fyrir hagnaði upp á 1,64 milljarða Bandaríkjadala. Fjárfestingabankinn afskrifaði 700 milljónir dala, meðal annars vegna 200 milljóna dala taps hjá stórum vogunarsjóðum bankans. A

f hinum fjóru stóru fjárfestingabönkum á Wall Street - Bear Stearns, Goldman Sachs, Morgan Stanley og Lehman Brothers - var afkoma Bear Stearns langsamlega verst. Engu að síður hækkaði gengi bréfa í bankanum um 2%, þar sem fjárfestar höfðu jafnvel gert ráð fyrir enn verri afkomu.