2.390 milljóna kr. tap varð af rekstri Burðaráss á fjórða ársfjórðungi sem er langt undir væntingum greiningardeilda bankanan en greiningardeild Landsbankans spáði að tap fjórðungsins myndi nema 1.670 m.kr. Frávikið skýrist nær eingöngu af verri afkomu fjárfestingarstarfseminnar en tap af þeirri starfsemi nam 2.663 m.kr.

"Hagnaður flutningastarfseminnar nam 273 m.kr. og var nokkurn veginn í takt við okkar spá sem hljóðaði upp á 324 m.kr.," segir í Vegvísi Landsbankans.