Bandaríski bankinn Citigroup hagnaðist um 2,9 milljarða dala á öðrum fjórðungi ársins. Þrátt fyrir 12% samdrátt á milli ára er afkoman betri en markaðsaðilar höfðu gert ráð fyrir. Hagnaðurinn nam 95 sentum á hlut samanborið við 1,09 dali á hlut á öðrum ársfjórðungi í fyrra. Það sem helst skar í bækur bankans var 424 milljóna dala tap á sölu á 10% hlut í Akbank í Tyrklandi og niðurfærsla á eignum félags sem heldur utan um lélegar eignir bankans.

Tekjur Citigroup pnámu 18,64 milljörðum dala samanborið við 20,62 milljarða fyrir ári.

Ef afskriftir og einskiptikostnaður er skilinn frá afkomutölunum nam hagnaðurinn einum dal á hlut.

Gengi hlutabréfa Citigroup, sem er þriðji umsvifamesti banki Bandaríkjanna, hækkaði um 3,4% í utanþingsviðskiptum fyrir opnun hlutabréfamarkaða vestanhafs.