Credit Agricole, þriðji stærsti banki Frakklands, tilkynnti í dag uppgjör sitt fyrir þriðja ársfjórðung. Hagnaðurinn nam 258 milljónum evra en nema á sama tímabili í fyrra 742 milljónum evra. Hann féll því um 65%. Spáð hafði verið 620 milljón evra hagnaði.

Bankinn segist hafa afskrifað 60% af eign sinni í grískum ríkisskuldabréfum, en ný áætlun Evrópusambandsins gerir ráð fyrir 50% afskrift. Kostnaður bankans vegna þessa nam 637 milljónum evra. Heildaráhætta bankans á Grikkland nam 2,7 milljörðum evra í lok reikningstímabilsins.  Eign bankans á ítölskum ríkisskuldabréfum nam hins vegar 5,7 milljörðum evra.

Jean-Paul Chifflet forstjóri bankans sagði að næstu misseri yrðu bankanum erfið: "Það mun taka nokkur ár að komast út úr krísunni".