Afkoma Dagsbrúnar á öðrum ársfjórðungi var langt undir spá greiningardeild Glitnis. ?Tap Dagsbrúnar á öðrum ársfjórðungi nam 1.320 milljónum króna og var langt undir spá okkar um 101 milljón króna tap. Heildartekjur samstæðunnar voru umfram spá, námu 15,3 milljörðum króna (spá 14 milljarðar króna) en spáskekkjan skýrist að mestu af vanmati á tekjum Kögunar," segir greiningardeildin.

EBITDA Dagsbrúnar var 1.250 milljónir króna en spá greiningardeildar hljóðaði upp á 1.630 milljónir króna og þykir henni EBITDA framlegð bæði fjölmiðlastarfseminnar og Kögunar undir væntingum.

?Að okkar mati eru talsverðar líkur á að einhverjar rekstrareiningar verði seldar frá samstæðunni og skuldir greiddar niður. Mikilvægt er að félagið einbeiti sér að aukinni arðsemi en að sögn stjórnenda verður það verkefni seinnihluta ársins," segir greiningardeildin.