Samanlögð afkoma íslensku flugfélaganna tveggja, Icelandair og WOW air dróst saman um 108,9 milljónir dollara milli áranna 2017 og 2016 eða því sem nemur 11,7 milljörðum króna miðað við gengi dagsins í dag. Þetta kom í ljós eftir að WOW air greindi frá afkomu á síðasta ári nú fyrir skömmu.

Þrátt fyrir að tekjur Icelandair hafi aukist um 10,4% milli ára og tekjur WOW air um 58% á sama tíma hafa rekstraraðstæður í flugrekstri versnað til muna líkt og Viðskiptablaðið hefur fjallað um. Þrátt fyrir að erfiðar ytri aðstæður komi að einhverju leyti mishart við félögin tvö er ljóst að olíuverð, gengi íslensku krónunnar og og mikill samkeppni á mörkuðum félaganna hefur haft mikil áhrif á bæði félög.