Sænska símafyrirtækið Ericsson afkomutölur sínar fyrir fjórða ársfjórðung síðasta árs í gær. Í Morgunkorni Glitnis segir að tölurnar hafi verið aðeins undir væntingum, en þó ekki afkoma þess hluta sem snýr að fjarskiptaneti og þjónustu. Hagnaður eftir skatta nam 5.642 milljónum sænskra króna eða um 57,6 milljarðar króna.

Samkvæmt því sem segir í Morgunkorninu kom lækkuð markaðsáætlun fyrirtækisins fyrir þetta ár kom ekki á óvart. Þar sem notkun farsímaneta fer stórvaxandi er það trú Greiningar Glitnis að Ericsson muni vera í öfundsverðri stöðu á komandi árum. En verð hlutabréfa í Ericsson á enn eftir að njóta góðs af þessari þróun þar sem símafyrirræki, þar á meðal Ericsson , eru treg til að fjárfesta og ófús að tala um aukningu í framtíðarfjárfestingu.