Afkoma Finnair var neikvæð um 220,4 milljónum króna á fjórða ársfjórðungi síðasta árs en reksturinn skilaði 296,4 milljóna hagnaði á sama tímabili árið 2004, segir greiningardeild Landsbankans.

Niðurstaðan virðist vera undir væntingum markaðsaðila en bréf í fyrirtækinu hafa lækkað um 5,7% í dag.

Þrátt fyrir tapið á síðasta ársfjórðungi hagnaðist félagið um 4,6 milljarða króna á síðasta ári. Árið áður, 2004, var 1,9 milljarða hagnaður.

Ástæður taprekstrarins á fjórðungnum er hærra eldsneytisverð, vaxandi launakostnaður og ívilnanir stjórnenda.

Finnska ríkið er stærsti hluthafi félagsins með 58% hlut, Straumur-Burðarás er annar stærsti hluthafinn með um 10% eignahlut og FL Group er þriðji stærstur með 6,2%.