Rekstrarniðurstaða A og B hluta bæjarsjóðs Fjallabyggðar var jákvæð um 199 milljónir, samanborið við 220 milljónir króna árið áður. Rekstrartekjur námu 2.319 milljónum króna á árinu 2016 en voru 2.279 milljónir króna árið 2015.

Rekstrargjöld ársins 2016 námu 2.108 milljónir króna en voru 2.034 milljónir króna árið 2015. Mestu munar um hækkun launakostnaðar á milli ára um 96 milljónir króna.

Veltufé frá rekstri nam 445 milljónum króna eða 19,2% miðað við 404 milljónir króna árið 2015. Vaxtaberandi langtímaskuldir sveitarfélagsins lækkuðu um 110 milljónir króna á milli ára.

Skuldaviðmið Fjallabyggðar er 62,1% en var 56,3% árið 2015. Skýring á þessari hækkun er mikil hækkun á lífeyrisskuldbindingum og brúarlán vegna hafnarframkvæmda. Eigið fé Bæjarsjóðs Fjallabyggðar er 2.643 milljónir króna eða 57,7% árið 2015.