Rekstrarniðurstaða Fjarðabyggðar, A- og B hluta samstæðu, árið 2016 var jákvæð sem nam 378 milljónum króna. Árið áður var afkoma Fjarðabyggðar jákvæð um 582 milljónir. Rekstrartekjur sveitafélagsins árið 2016 námu 6,2 milljörðum og rekstrargjöld tæpum 5 milljörðum.

Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2016 nam 3.725 milljónum króna fyrir A og B hluta, En árið áður nam eigin fé sveitafélagsins 3,2 milljarðar. Skuldir og skuldbindingar A og B hluta samstæðunnar námu 8,9 milljörðum í lok árs 2016 samanborið við 9 milljarða árið áður. Eignir Fjarðabyggðar í árslok 2016 voru metnar á 12,6 milljarða króna samanborið við 12,25 milljarða árið áður.