Afkoma FL Group var neikvæð um 4 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins en neikvæð um 27,1 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi. Meðalspá greiningardeilda bankanna hljóðaði upp á 27,5 milljarða króna tap á fjórða fjórðungi.

Heildareignir FL Group jukust um 40,5% á fyrstu níu mánuðum ársins og námu 369,4 milljörðum króna, samanborið við 262,9 milljarða króna í lok árs 2006. Eigið fé var 149,2 milljarðar króna í lok fjórðungsins, sem er aukning um 6,5 milljarða króna frá árslokum 2006.

Í október var gefið út nýtt hlutafé að fjárhæð 7,9 milljarða króna í tengslum við kaup félagsins á Tryggingamiðstöðinni. Pro-forma eigið fé eftir þá aukningu er 157,1 milljarðar króna.  Fjárhagsstaða og fjárfestingageta er áfram góð, eiginfjárhlutfall í loktímabils er 40,4% og lausafjárstaða 29,5 milljarðar króna.

Helstu atriði úr rekstri félagsins

Í fréttatilkynningu kemur fram að samhliða vexti félagsins hafi skipulag þess verið straumlínulagað og í kjölfarið kynnt á árlegum fjárfestadegi í London.  Þar er einnig minnt á að þrýst hafi verið á stjórn AMR um að aðskilja vildarklúbb félagsins frá flugrekstri og losa þannig um umtalsverð verðmæti. FL Group telur að dulin verðmæti hjáfélaginu nemi a.m.k. 4 milljörðum bandaríkjadala.  Þá eru kaup á 83,7% hlut í Tryggingarmiðstöðinni á fjórðungnum meðal helstu viðburða á fjórðungnum. Með viðbótarkaupum í október er heildareignarhlutur FL Group í TM 97,9%. Félagið verður hluti afsamstæðureikningi FL Group á fjórða ársfjórðungi.  Loks var á fjórðungnum tilkynnt um viðræður við stjórn Inspired Gaming Group, vegna óskuldbindanditilboðs til hluthafa félagsins.

Í tilkynningunni er haft eftir Hannesi Smárasyni forstjóra FL Group að “óróinn á erlendum fjármálamörkuðum á fjórðungnum hafi endurspeglaðist í tímabundnum sveiflum á okkar eignasafni. Þar sem allar verðsveiflur á okkar fjárfestingum í skráðum félögum koma fram í rekstrarreikningi eru áhrifin mjög sýnileg í afkomu félagsins á fjórðungnum.  Hinsvegar er rekstur helstu eigna félagsins góður og sjáum við í þeim mikiltækifæri til verðmætaaukningar. Við munum halda áfram að styrkja okkareignasafn og auka fjölbreytni þess og nýleg kaup á Tryggingarmiðstöðinniundirstrika þá stefnu okkar. FL Group er vel í stakk búið til frekari vaxtar, þar sem áfram er lögð áhersla á vel skilgreinda fjárfestingastefnu með þaðmarkmið að nýta vel áhugaverð tækifæri á markaði og að hlúa vel aðlykilfjárfestingum.”