Google tilkynnti um 9,03 cent hagnað á hlut (EPS) sem er umtalsvert lægra en á sama tímabili í fyrra en hagnaður á hlut var 9,73 cent þá. Fjárfestar bjuggust við um 10,65 cent hagnað á hlut og 11,9 milljörðum í tekjur.

Tekjur fyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi reyndust vera 11,3 milljarðar dollara sem er um 50% aukning milli ára.

Markaðurinn brást illa við þessum fregnum og lækkaði hlutabréf Google um 10%. Markaðsvirði Google lækkaði því sem nemur um 20 milljörðum dollara.